*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Innlent 9. júlí 2018 09:43

Icelandair Group hrynur

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hríðlækkað í kjölfarið á því að félagið lækkaði afkomuspá sína.

Ritstjórn

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um 24% í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í morgun. Félagið lækkaði í gær afkomuspá sína fyrir áriðið í ár um 30% eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær. Samkvæmt félaginu eru n úverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir.

Er þetta í annað sinn á síðustu 18 mánuðum sem félagið sendir frá sér dökka afkomuspá, Í lok janúar 2017 sendi félagið frá sér afkomuspá þar sem greint var frá því að afkoma félagsins myndi dragast verulega saman. Lækkaði þá gengi bréfa félagsins um rúm 16% á einum degi.

Þegar þetta er skrifað stendur gengi bréfa félagsins í 9,65 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2013. Þá hefur gengi bréfa félagsins lækkað um tæplega 75% síðan það var í hæstu hæðum í apríl 2016