Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,51% í dag. Vísitalan hefur lækkað um 4,67% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 2,8 milljörðum króna, þar af nam velta á hlutabréfamarkaði 701 milljón krónum og ríflega 2 milljarðar á skuldabréfamarkaði.

Þá hækkaði aðalvísitala skuldabréfa um 0,12% í dag og hefur hækkað um 5,51% frá áramótum.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði mest í dag eða um 1,63% í 61,1 milljón króna viðskiptum. Næst mesta lækkunin var á gengi hlutabréfa Skeljungs sem lækkuðu um 1,43% í 28,4 milljón króna viðskiptum.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa N1 mest eða um 1,4% í 126 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Sjóvá um 1,28% í 80,7 milljón króna viðskiptum.