Hagnaður Icelandair Group fyrir afskriftir, EBITDA, nam 3 milljörðum króna í júlí sl., sem er 0,3 milljörðum króna betri afkoma fyrir afskriftir en í sama mánuði í fyrra.

Félagið spáir enn 6,5 milljarða króna EBITDA fyrir árið í heild, að því er segir í tilkynningu.

Farþegum Icelandair Group fjölgaði um 2% í ágúst sl. frá sama mánuði í fyrra og voru þeir 291 þúsund. Á fyrstu átta mánuðum ársins fækkaði þeim hins vegar um 9%.

Sætanýting var svipuð á fyrstu átta mánuðum ársins og í fyrra. Fragtflutningar drógust saman um 2% í ágúst og um 12% frá áramótum, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, sem hefur tekið upp á því á ný að birta mánaðarlegar upplýsingar um flutninga.