Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,62% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1.772,33 stigum. Heildarvelta á mörkuðum nam 5,3 milljörðum, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 2,4 milljarðar og 2,87 milljarðar á skuldabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 2,08% í 133,4 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Símans um 1,71% í 159 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með bréf Haga eða 628 milljón króna velta. Gengi hlutabréfa félagsins hélst þó óbreytt. Gengi hlutabréfa Eikar fasteignafélags hækkaði um 1,08% í 466,5 milljón króna viðskiptum í dag.

Utan úrvalsvísitölunnar þá hækkaði gengi hlutabréfa Tryggingamiðstöðvarinnar mest eða um 2,26% í tæpleag 133 milljón króna viðskiptum. Hins vegar lækkaði gengi hlutabréfa Skeljungs um 2,22% í 83,9 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 5 milljarða viðskiptum.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,4% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 2,8 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,6% í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,1 milljarða viðskiptum.