Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 1,58% í Kauphöllinni í dag. Velta upp á tæpan hálfan milljarð króna var á bak við gengisþróunina á hlutabréfum flugrekstrarfélagsins. Þetta var mesta lækkun dagsins. Á eftir kom gengi bréfa fasteignafélagsins Regins sem lækkaði um 1,08%, bréf Haga fóru niður um 0,54%, TM um 0,34% og VÍS um 0,27%.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,1%, Vodafone um 0,72% og Össurar um 0,69%

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,27% og endaði hún í rétt tæpum 1.148 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam rétt tæplega 980,3 milljónum króna. Miðað við það nam veltan með hlutabréf Icelandair Group rúmum helmingi heildarveltunnar.