*

sunnudagur, 16. febrúar 2020
Innlent 25. febrúar 2013 15:22

Icelandair Group selur Travel Service

Icelandair Group tók að kaupa hlutabréf í Travel Service í Tékklandi árið 2007. Nú er búið að selja allan hlutinn.

Jón Aðalsteinn Bergsvein

Icelandair Group hefur selt 30% hlut sinn sem stóð eftir í tékkneska flugfélaginu Travel Service og á nú ekkert í félaginu. Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, segir í samtali við vb.is áhrif sölunnar á rekstrarreikning félagsins engin á þessu ári þar sem eignahluturinn hafi verið færður sem eign til sölu lengi í bókum Icelandair Group. 

Kaupendur eru framkvæmdastjóri Travel Service í Tékklandi og aðrir hluthafar. 

Hlutir til sölu fyrir 460 milljónir

Icelandair Group tók að kaupa hlutabréf Travel Service á árunum 2007 til 2008 og átti þegar mest var um 80% hlut í flugfélaginu. Í nóvember árið 2009 átti Icelandair Group 50% hlut í Travel Service. Í sama mánuði var 20% hlutur seldur og fór eignarhluturinn þá niður í 30%. Kaupendur voru Canaria Travel, sem er í sömu aðila og höfðu verið meðeigendur Icelandair Group í Travel Service.

Verðið á 30% hlutnum er ekki gefið upp að ósk kaupenda, að sögn Boga. 

Í síðasta fjórðungsuppgjöri Icelandair Group voru færðar til bókar eignir til sölu upp á tæpa 3,7 milljónir dala, jafnvirði 463 milljóna íslenskra króna. Þar á meðal var 30% eignarhlutur í Travel Service.