Icelandair Group og Vodafone hafa gert með sér samning um alhliða fjarskiptaþjónustu samstæðunnar. Um er að ræða heildarfjarskiptasamning sem kveður á um alla fastlínu-, internet- og gsm-þjónustu fyrir fyrirtækið og hefur hann þegar tekið gildi. Starfsmenn Icelandair, sem eru ríflega þrjú þúsund talsins í dag, munu á næstu vikum skipta yfir í Vodafone RED PRO þjónustuleið Vodafone.

„Það er ánægjuefni að samningar hafi náðst við Vodafone. Starfsemi Icelandair Group er margþætt og kröfurnar miklar, enda starfar félagið á líflegum, alþjóðlegum markaði. Við væntum mikils af samningi okkar við Vodafone og efum ekki að félagið muni standast væntingar,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.