Í skýrslu hag­fræðideildar Landsbankans um stöðu ferðaþjónustunnar er arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu mæld sem hlutfall af lánsfjármagni. Miðað við þann mælikvarða hefur arðsemi hins dæmigerða fyrirtækis legið á bilinu 1,4 til 4,8% á ári milli 2005 og 2011.

Þannig kemur fram að arðsemin hafi að meðaltali verið 2,9% en einungis 1,4% árið 2011. „Það verður að teljast slök arðsemi lánsfjármagns sérstaklega m.t.t. þess að meðalverðbólga á þessu tímabili nam 6% á ári. Þar sem lánsfjármagn fær rentu á undan eigin fé er ljóst að arðsemi eiginfjár er enn lakari en sú sem áður var nefnd,“ segir í skýrslunni.

Þó það komi ekki fram í skýrslunni með beinum hætti þá skekkir einn ferðaþjónusturisi á íslenskum markaði, Icelandair Group og dótturfélög, í raun myndina þegar reynt er að greina meðalfyrirtæki íslenskrar ferðaþjónustu. Þannig nam meðalvelta fyrirtækjanna í úrtakinu 383 milljónum króna árið 2011 sem er rúmlega 38 sinnum velta hins dæmigerða fyrirtækis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.