Icelandair Group hefur ráðið útibú Skandinaviska Enskilda Banken AB í Osló og Íslandsbanka til þess að vera umsjónaraðili skráningarferlis félagsins í kauphöllina í Osló. Stefnt er að félagið verði tvískráð, í íslensku Kauphöllinni og kauphöllinni í Osló.

Félagið tilkynnir um þetta í dag til Kauphallar. Í september síðastliðnum var ákveðið að fresta ferlinu vegna krefjandi aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Stjórn Icelandair hefur nú ákveðið að endurvekja ferlið.

Þá ætlar félagið að breyta uppgjörsmynt sinni í Bandaríkjadollar. Meirihluti kostnaðar og efnahagsreiknings er í dollurum. Uppgjörsmyntinni verður breytt frá og með fyrsta ársfjórðungi 2012 og birta reikninga sína í dollurum.