*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 17. maí 2013 17:25

Icelandair Group styrkir Startup Iceland

Startup Iceland hefur skrifað undir samning við Icelandair Group um fjárhagslegan stuðning við ráðstefnuna.

Ritstjórn

Icelandair Group hefur skrifað undir samning um samstarf við Startup Iceland. Samningurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning Icelandair Group við Startup Iceland ráðstefnuna 2013.

Startup Iceland ráðstefnan fer fram dagana 1. – 4. júní næstkomandi í Háskólanum í Reykjavík og Hörpu. Í tilkynningu kemur fram að á meðal fyrirlesara eru Jason Mendelson og Ryan Mclntyre frá fjárfestingasjóðnum Foundry Group í Bandaríkjunum sem hefur fjárfest nær eingöngu í tæknifyrirtæjum á borð við Zynga, Fitbit, Rover.com, Makerbot og Yesware.

Einnig mun Brad Burnham halda fyrirlestur en hann er annar stofnenda Union Square Ventures sem staðsettir er í New York, en í eignasafni hans eru m.a. Duolingo, Etsy, Foursquare, Kickstarter og Twitter.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningunni að Startup Iceland ráðstefnan sé dýrmæt viðbót í safn árlegra stórviðburða á Íslandi. Fyrirlesarar á ráðstefnunni séu þungavigtarmenn í bandarísku viðskiptalífi og það sé mikilvægt að vekja áhuga þeirra á Íslandi.