Hlutabréf Icelandair Group hafa skilað fjárfestum ágætri ávöxtun en gengi bréfanna hefur hækkað um 41,4% frá áramótum. Það fór í 7,11 krónur á hlut fyrir helgi og hafði þá ekki verið hærra síðan fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lauk fyrir um tveimur árum. Gengi hlutabréfanna hefur lækkað aðeins í dag og stendur nú í 7,05 krónum á hlut.

Greining Íslandsbanka bendir á það í Morgunkorni sínu í dag, að til samanburðar hafi Úrvalsvísitalan hækkað um 10% frá áramótum. Þá hefur gengi hlutabréfa annarra flugrekstrarfélaga hækkað talsvert minna en Icelandair Group. Að vísu er gengi hlutabréfa norska lággjaldaflugfélagsins Norwegia og írska flugfélagsins Air Lingus þar undanskilið. Gengi hlutabréfa Norwegian hefur hækkað um 90% frá áramótum og Air Lungus um 70%.

Á móti hefur gengi bréfa SAS fallið um 20% frá áramótum og Finnair um 11%. Þá hefur gengi hlutabréfa Lufthansa hækkað um 7% frá áramótum og Air France um aðeins 3%.