Tap Icelandair Group á fjórða fjórðungi liðins árs var 10,6 milljarðar króna, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Þetta er umtalsvert meira tap en greinendur höfðu búist við.

Tapið fyrir árið í heild var minna en á fjórða fjórðungi einum, eða 7,5 milljarðar króna. Árið 2007 var hins vegar 0,3 milljarða króna hagnaður af rekstri Icelandair Group.

Afkoman litaðist mjög af því að á árinu 2008 voru gjaldfærðir 6,4 milljarðar króna vegna virðisrýrnunar óefnislegra eigna og féll gjaldfærslan öll til á fjórða fjórðungi, að því er segir í afkomutilkynningu. Óefnislegum eignum hefur verið úthlutað á einstök dótturfélög.

Tekjur á milli ára á fjórða fjórðungi jukust verulega eins og sjá má í töflunni, en það stafar að verulegu leyti, um 70%, af því að Travel Service í Tékklandi kom inn í samstæðuna þann 1. apríl í fyrra.

Smella hér til að skoða uppgjör Icelandair Group í Kauphöllinni.