Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um rétt rúm 2% í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Töluverð velta var með hlutabréf félagsins strax í byrjun dags en hún nemur nú tæpum 190 milljónum króna. Gengi hlutabréfa Icelandair Group stendur nú í 19,5 krónum á hlut en það hefur ekki verið hærra síðan seint í september árið 2008.

Eins og VB.is greindi frá í morgun var brotið blað í sögu Icelandair á síðasta ári þegar farþegar í millilandaflugi voru 2.257.305 talsins. Það er 12% fleiri en árið 2012 og hafa þeir aldrei verið fleiri.