Fjárfestingar Icelandair Group í varanlegum rekstrarfjármunum námu 6,7 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá félaginu sem birt var í morgun. Þar kom fram að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam um 400 milljónum króna eftir skatta og fjármagnsliði, samanborið við tap upp á um 160 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tap félagsins á fyrri helmingi ársins nam því um 700 milljónum króna, samanborið við tap upp á rúma 2 milljarða á sama tíma í fyrra.

Viðskiptablaðið greindi frá því í vor að Icelandair hefði tryggt sér afnot af tveimur notuðum Boeing 757-200 vélum fyrir sumarið en þannig var vélum í flota félagsins fjölgað úr 12 í 14. Ekki kom fram hvort vélarnar yrðu keyptar eða leigðar en í uppgjörstilkynningu félagsins í morgun kemur fram að vélarnar voru keyptar fyrir 3 milljarða króna.

Flugfélag Íslands fjárfesti jafnframt í tveimur Dash 8-200 vélum fyrir 600 milljónir króna en þá fjárfesti Icelandair Group jafnramt í einni Airbus 320 vél fyrir um 200 milljónir króna.