*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Innlent 5. nóvember 2019 11:52

Icelandair hækkað síðan Play var kynnt

Gengi bréfa Icelandair hafði farið lækkandi með morgninum, en frá því nýtt nafn keppinautar var tilkynnt hækkaði félagið á ný.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi bréfa Icelandair hafði lækkað í morgun, frá 7,66 króna lokagengi mánudagsins, og fór niður í 7,39 krónur í fyrstu viðskiptum, sem samsvarar 3,65% lækkun, en eftir smávægilegar sveiflur fór gengið hækkandi uppúr 10:30, sama tíma og flugfélagið Play hóf blaðamannafund sinn, og kynnti nýtt nafn sem og opnaði heimasíðu þar sem auglýst er eftir nýju fólki.

Hækkunin frá fyrstu viðskiptunum nemur nú rúmlega 4%, en ef miðað er við gengið klukkan 10:25 er hækkunin 3,5%. Miðað við lokagengi bréfanna á mánudag hefur gengi Icelandair hækkað um 0,39% það sem af er degi.

Stikkorð: Icelandair Play kauphöll