*

sunnudagur, 7. mars 2021
Innlent 22. janúar 2021 16:29

Icelandair hækkaði á annars rauðum degi

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði um 2,13% í viðskiptum dagsins. Gengi flestra annarra félaga í Kauphöllinni lækkaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa flugfélagsins Icelandair hækkaði um 2,13% í viðskiptum dagsins á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag, í 512 milljóna króna veltu. Gengi hlutabréfa flestra annarra félaga lækkaði í viðskiptum dagsins og fyrir vikið lækkaði OMXI10 úrvalsvísitalan um 1,55% og stendur í 2.672,65 stigum.

Gengi hlutabréfa útgerðarfélagsins Brims lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,81% í 81 milljóna króna veltu. Fast á hæla Brims kom Arion banki, en bréf bankans lækkuðu um 1,78% í 831 milljóna króna veltu.

Heildarvelta viðskipta dagsins nam 3,5 milljörðum króna. Mesta velta viðskiptadagsins var einmitt með bréf Arion banka. Þar á eftir kom Marel með 790 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq