*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Innlent 6. júlí 2020 16:40

Icelandair hækkaði mest

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,53% í 356 þúsund króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,53% í 356 þúsund króna viðskiptum. Verð á hlutabréfum í Brim hækkaði næstmest eða um 1,66% í 204 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði verð á bréfum í Einskip um 1,45% í 140 þúsund króna viðskiptum.

Þrjú félög lækkuðu í viðskiptum dagsins og voru þau Arion, Origo og Skeljungur. Arion lækkaði mest eða um 0,45% í 1,6 milljarða viðskiptum. Þá lækkaði Skeljungur um 0,36% í 2 milljóna króna viðskiptum og Origo lækkaði um 0,16% í 1 milljón króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hækkaði um 0,27% í viðskiptum dagsins en veltan á hlutabréfamarkaði nam 2,2 milljarða króna.