*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 7. ágúst 2018 16:23

Icelandair hækkaði um 1,60%

Hlutabréf í flugfélaginu Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,60% í 45 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf í flugfélaginu Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,60% í 45 milljóna króna viðskiptum. Næstmest hækkun var hjá Högum eða 1,30%.

Mest lækkun var á hlutabréfaverði í Heimavöllum eða 0,85% í 14 milljóna króna viðskiptum. Næstmest lækkun var á bréfum í Eimskipum eða 0,64% í 153 milljóna króna viðskiptum. 

Heildarvelta á markaðnum var 613 milljónir króna og íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,25%.