*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Innlent 13. ágúst 2018 17:03

Icelandair hækkaði um 3,13%

Hlutabréfaverð í flugfélaginu Icelandair hækkaði um 3,13% í 1.273 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í flugfélaginu Icelandair hækkaði um 3,13% í 1.273 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Í morgun birtist tilkynning í Kauphöllinni þess efnis að stjórnarformaður Icelandair, Úlfar Steindórsson, hafi keypt hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 100 milljónir króna. 

Hlutabréfaverð í HB Granda lækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,31% í 7 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkuðu bréf í Marel eða um 0,41% í 221 milljóna króna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% en heildarvelta á hlutabréfamarkaði í viðskiptum dagsins var 2.947 milljónir króna.