*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 22. október 2019 17:15

Icelandair hækkaði um 5,6%

Velta með bréf Marel nam ríflega 1,6 milljörðum í viðskiptum dagsins sem hækkuðu um 2,8%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, OMXI10 hækkaði um 1,84% í rúmlega 2,6 milljarða viðskiptum og stendur nú í 1942,9 stigum. Alls hækkuðu 11 félög af 19 í viðskiptum dagsins á aðalmarkaði Kauphallarinnar. 

Mest hækkun var á bréfum Icelandair Group sem hækkuðu um 5,64% í 133 milljóna viðskiptum. Bréf Kviku banka hækkuðu um 2,26% í 116 milljóna viðskiptum auk þess sem bréf Eikar hækkuðu um 1,97% í 92 milljón viðskiptum. 

Mest velta var með bréf Marel sem hækkuðu um 2,8% í ríflega 1,6 milljarða viðskiptum en félagið mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða á morgun.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 4,8 milljörðum í viðskiptum dagsins. Mest velta var með óverðtryggð bréf ríkissjóðs á gjalddaga 2025 en ávöxtunarkrafa þeirra lækkaði um 4 punkta í viðskiptum dagsins.