Gengi hlutabréfa flugfélagsins Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, eða um 3,37% í 256 milljóna króna veltu. Heildarvelta viðskipta á nýloknum viðskiptadegi á hlutabréfamarkaði nam 2,9 milljörðum króna og OMXI10 úrvalsvísitalan hækkaði um 1,12%, og stendur í 2.635,86 stigum.

Gengi hlutabréfa Símans hækkaði næst mest í viðskiptum dagsins, eða um 3,09% í 398 milljóna króna veltu.

Lítið var um gengislækkanir í viðskiptum dagsins og lækkaði einungis gengi þriggja félaga, Skeljungs, Reita og Arion banka. Í öllum tilfellum var um innan við 1% gengislækkun að ræða.

Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka, en heildarvelta viðskipta með bréf félagsins nam 737 milljónum króna í viðskiptum dagsins.