*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 12. maí 2021 16:48

Icelandair hækkaði mest í dag

Hlutabréf Icelandair hækkuðu um 3,1% í 284 milljóna króna veltu, mesta veltan með bréf Símans.

Snær Snæbjörnsson
Icelandair hækkuðu mest allra í dag
EPA

Hlutabréf Icelandair fóru á flug í dag og hækkuðu mest allra skráðra félaga í dag eða um 3,1% og námu viðskipti með þau 284 milljónum króna. Þá var mesta veltan með bréf Símans, 586 milljónir, sem að hækkuðu jafnframt um 0,1%. Næst mest var veltan með bréf Arion, 300 milljónir, og þá hækkuðu hlutabréf bankans um 0,4%.  

Grænni dagur var í kauphöllinni í dag en í gær og hækkuðu 11 af 18 félögum kauphallarinnar í verði og þá hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,73%. Eins og flestir vita er rauður dagur á morgun en hlutabréf Reita ákváðu að taka forskot á sæluna og lækkuðu um tæp 2% í 76 milljóna veltu. Þá lækkuðu hlutabréf Kviku næst mest eða um 0,23% í 107 milljóna veltu.

Þá lækkuðu hlutabréf Eimskipa um 0,17% í dag í 47 milljóna krónu veltu en fyrsta ársfjórðungsuppgjör félagsins kom út í gær eftir lokun kauphallarinnar. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag nam 2,3 milljörðum og heildarvelta á skuldabréfamarkaði var um tvöfalt meiri, eða um 4,7 milljarðar.