Eins og við mátti búast heufr hlutabréfamarkaður þegar brugðist við fréttum morgunsins þess efnis að Wow air hafi hætt starfsemi.

Gengi hlutabréfa Icelandair í Kauphöllinni, sem var helsti keppinautur Wow air, hefur rokið upp um 14,44% í 180 milljóna króna veltu, þegar þetta er skrifað.

Gengi flestra annarra félaga í Kauphöllinni hefur lækkað í viðskiptum dagsins. Heildarvelta það sem af er degi er alls um 1,5 milljarður króna.

Þess má geta að fyrsti viðskiptadagur Kviku banka á Aðalmarkaði er í dag.