Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur ekki verið hærra í tæpan mánuð. Við lok dags í gær stóð gengið í 1,42 eftir 5,99% hækkun. Bréfin hafa haldið áfram að hækka í morgun og í hádeginu nam hækkunin 6,71% og stóð gengið í 1,51.

Í byrjun febrúar fór gengið í 1,84 sem er það hæsta sem það hefur farið í á árinu. Eftir það fóru bréfin að lækka í verði og fóru lægst í 1,34 á mánudaginn. Síðan þá hafa þau hækkað eins og áður sagði og hefur gengið ekki mælst hærra síðan 24. febrúar.

Ljóst að fréttir gærdagsins um að ákveðið hafi verið að breyta reglu­gerðum þannig að Banda­ríkja­menn og Bret­ar geti komið til Íslands hafi þeir bólusetningarvottorð hafa haft jákvæð áhrif á gengið Icelandair Group .