Gengi bréf í Icelandair hafa hækkað mikið í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Gengi bréfanna hefur hækkað um 2,21% í viðskiptum sem nema 1.923 milljónum króna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er líklegt að þróun olíuverðs hafi áhrif til hækkunar bréfa Icelandair. Fjárfestar búist við aukinni arðsemi sem fylgir lækkandi kostnaði.

Rekstur Icelandair Group á síðasta fjórðungi var yfir væntingum. Hagnaður jókst um 17 milljónir dala en heildartekjur jukust um 20% og EBITDA um 22%.