Nokkuð lítil velta var á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag, um 3 milljarðar króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,47% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 3.320,66 stigum. Aðeins þrjú félög á aðalmarkaði lækkuðu í dag.

Allir bankar á markaði hækkuðu í dag. Arion hækkaði um 0,82% í 260 milljón króna veltu, Íslandsbanki um 1,3% í 145 milljóna viðskiptum og Kvika banki um 0,8% í 315 milljóna viðskiptum.

Flugfélagið Icelandair hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði, um rúmlega 2% og námu viðskipti með bréfin 190 milljónum króna. Iceland Seafood lækkaði mest allra félaga, um 1,3%. Síminn lækkaði um 0,8% og Sjóvá um 0,5%.

Á First North markaðnum lækkaði Solid Clouds um 12% í óverulegum viðskiptum upp á 350 þúsund krónur. Hampiðjan hækkaði um 0,8% í 80 milljón króna viðskiptum. Viðskipti með bréf flugfélagsins Play námu um 315 milljónum króna.