Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,48% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði nam rúmum 8 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði rúmir 2 milljarðar og og heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam tæpum 6 milljörðum.

Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði mest í dag eða um 1,49% í 211 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með bréf Regins fasteignafélags en viðskipti dagsins nam 432 milljón króna og gengi bréfa félagsins hækkaði um 0,4%. Næst mest hækkun var á gengi bréfa HB Granda en það hækkaði um 0,99% í tæplega 60 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun var með gengi bréfa Össurar en það lækkaði um 0,78% í litlum viðskiptum. Gengi bréfa VÍS lækkaði einnig um 0,72% í 9 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa í Högum lækkaði um 0,38% í tæplega 211 milljóna viðskiptum.