*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 15. júní 2018 16:51

Icelandair hækkar mest

Bréf Arion banka voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq hér á landi og í Svíþjóð í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 0,95% í viðskiptum dagsins. 

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá þá hækkaði gengi Arion banka á fyrsta viðskiptadegi bréfa bankans í kauphöllinni.

Mest hækkaði verð á hlutabréfum í Icelandair eða um 2,36%. Næst mest hækkun var á bréfum Skeljungs eða 1,77% hækkun.

Eins og undanfarna daga var mest velta með bréf Marels en hún var 696 milljónir króna. Heildarveltan í kauphöllinni í dag nam rétt rúmum 2,3 milljörðum króna.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq