*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 23. október 2019 17:19

Icelandair hækkar þriðja daginn í röð

Marel lækkar um 0,1% í miklum viðskiptum eða fyrir rúman einn milljarð króna í dag.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Hlutabréf í Icelandair hækkuðu mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag eða um rúm 2% í viðskiptum fyrir 21 milljón króna. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem bréf Icelandair hækka en bréf félagsins hafa verið á niðurleið nær samfellt frá miðjum júní í sumar.  Næst mest hækkuð bréf í Skeljungi eða um 1,23% í viðskiptum fyrir 137 milljónir króna. Þá hækkuðu bréf í Sjóvá um tæpt 1% í viðskiptum fyrir 78 milljónir króna.

Annars er tiltölulega rólegur dagur að baki í Kauphöllinni; veltan nam 1,8 milljarði króna og Úrvalsvísitalan stóð í stað. Ríflega helmingur veltunnar í dag var líkt og í gær vegna viðskipta með bréf í Marel eða ríflega einn milljarður króna. Verð bréfanna hreyfist þó lítið í viðskiptunum og lækkuðu um aðeins tæpt 0,1%.  

Mest lækkuðu hlutbréf í Össuri eða um tæp 4% en félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gær. Þá lækkaði sín um 1,4% og Kvika banki um 1%. 

Velta á markaði með skuldabréf nam 1,6 milljarði króna. Flest viðskipt voru með RIKS 21 eða sex talsins fyrir samtals 478 milljónir króna og lækkaði krafan um 8 punkta. 

Stikkorð: Kauphöll Íslands