*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 11. september 2018 12:20

Icelandair hækkar um 6,8%

Verð á hlutabréfum í Icelandair hefur hækkað um 6,81% í 228 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni það sem af er degi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair hefur hækkað um 6,81% í 228 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni það sem af er degi. 

Olíufélögin hafa lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Skeljungur hefur lækkað um 2,91% í 124 milljóna króna viðskiptum og N1 hefur lækkað um 2,85% í 304 milljóna króna viðskiptum.

Önnur félög hafa einnig lækkað, Hagar lækkuðu um 1,63% í 296 milljóna króna viðskiptum, Síminn lækkaði um 1,93% í 123 milljóna króna viðskiptum og Reitir lækkuðu um 1,56% í 107 milljóna króna viðskiptum. 

Icelandair tilkynnti um breytingar á leiðarkerfi sínu í gær, þá bíða margir eftir fréttum af skuldabréfaútboði WOW air auk þess sem fjárlög fyrir 2019 voru kynnt í morgun. Þá hefur krónan veikst nokkuð að undanförnu. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is