Gengi hlutabréfa Icelandair í kauphöllinni hefur hækkað um 8,12% í viðskiptum dagsins, þegar þessi frétt er skrifuð. Veltan með bréfin það sem af er dags nemur 153 milljónum króna.

Upplýsa ekki um viðræður

Ekki fást frekari upplýsingar um gang viðræðna vegna fyrirhugaðrar fjárfestingu bandaríska fjárfestingafélagsins Indigo Partners í Wow air að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá Wow air. Flugfélagið auglýsti í gær 50% afslátt af flugi til allra áfangastaða. Í síðustu viku sendu félögin frá sér tilkynningu um að viðræðurnar gengju vel. Hins vegar ætti eftir að finna lausn hvað varðar framtíðar flugflota félagsins, leiðarkerfi þess og ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur Wow air.

Nú fyrir skömmu greindi svo Wow air frá því að 111 manns hafi verið sagt upp störfum hjá félaginu.

Fréttin hefur verið uppfærð.