Beinu flugi til Tampa borgar á vesturströnd Florida skaga á vegum Icelandair hefur verið hætt, en félagið hefur flogið þangað fjórum sinnum í viku.

Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum skapaði flugið 259 störf í borginni og hafði það 14 milljóna dala, 1,7 milljarða króna, efnahagsleg áhrif, þrátt fyrir að einungis 0,1% alls flugs til borgarinnar.

Bætist borgin í hóp áfangastaða Icelandair sem virðast hafa orðið hagræðingum að bráð vegna kyrrsetningar á Boeing 737 Max þotunum sem nema nú um 14% af flugflota félagsins, það eru Cleveland, Halifax og Nova Scotia.

Áfram mun Icelandair fljúga til Orlando í sama fylki, sem er um 140 kílómetrum frá Tampa, um miðjan skagann austan verðann. Samanlagt flýgur félagið nú til 14 áfangastaða í Bandaríkjunum.