Hagnaður Icelandair Group á þriðja fjórðungi nam 65,3 milljónum dollara, eða 7,8 milljörðum króna. Hagnaðurinn var 51,4 milljónir dollara á sama fjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður eða EBITDA, nam 102,2 milljónum dollara, og jókst um 24,3 milljónir dollara frá sama tímabili í fyrra. Heildartekjur á fjórðungnum jukust um 17% milli ára. Eiginfjárhlutfall var 40% í lok september síðastliðins og handbært fé frá rekstri 30,3 milljónir miðað við 10,1 milljón dollara árið áður.

„Starfsemi Icelandair Group hefur vaxið með arðbærum hætti á undanförnum árum. Fjöldi farþega í millilandaflugi er áætlaður 2,3 milljónir í ár en þeir voru 1,3 milljónir árið 2009. Áfangastöðum í millilandaflugi hefur fjölgað um 14 á sama tíma og flugvélar í okkar rekstri eru nú 40 en voru 26 árið 2009. Gistinóttum á hótelum okkar hefur fjölgað um 30% og starfsmenn okkar eru nú um 2.800 eða um 700 fleiri en árið 2009,“ segir Björgólfur Jóhannsson meðal annars í tilkynningu.