Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi var 103 milljónir dala, eða 13,28 milljarðar króna. Á sama tíma fyrir ári var hagnaður 85 milljónir dala, eða 10,96 milljarðar króna. Munurinn milli ára er 20% aukning hagnaðar.

Eigið fé jókst um 68 milljón dala á níu mánuðum, eða 9,15 milljarða króna. Eigið fé á níunda mánuði síðasta árs nam 403 milljónum bandaríkjadala eða 52 milljörðum króna, en nú nemur eigið fé 471 milljón bandaríkjadala eða 60,2 milljörðum króna.

Skuldir félagsins jukust um 37% eða 20 milljónir bandaríkjadala - 2,6 milljarða króna. Breytingin er úr 55 milljónum í 76 milljónir dala, eða úr 7,09 í 9,80 milljarða króna.

Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni forstjóra Icelandair í tilkynningu félagsins að góð afkoma fyrirtækisins skýrist annars vegar af hærri farþegatekna og hins vegar vegna lækkandi olíukostnaðar. Auk þess hafi viðhaldskostnaður verið talsvert lægri en búist var við.

Icelandair gerir ráð fyrir að flytja 3,5 milljónir farþega árið 2016 miðað við 3 milljónir farþega í ár.

EBITDA-spár félagsins voru uppfærðar í ljósi niðurstöðu fjórðungsins og nú býst Icelandair við að EBITDA í lok árs verði 200-215 milljónir dala, eða um 27,73 milljarðar króna. Það er 3,87 milljörðum króna hærri spá en sú sem gerð var í júlí.