Icelandair hóf um helgina áætlunarflug til San Francisco og er borgin 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flogið verður fjórum sinnum í fram  í október á Boeing 767 breiðþotu.

Þessi nýja flugleið opnar Icelandair aðgang að hinum risastóra Kaliforníumarkaði á vesturströnd Bandaríkjanna sem nýtist jafnt ferðamannamarkaðinum á Íslandi og tengiflugi félagsins til og frá Evrópu auka þess sem flugið opnar Íslendingum beina leið til Kaliforníu.

San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna með um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu.