*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 14. september 2016 13:25

Icelandair hefur ráðið 35 flugmenn

Icelandair hefur nú þegar ráðið 35 flugmenn fyrir næstu sumarvertíð. Óvíst er hversu margir verða ráðnir í heildina.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flugfélagið Icelandair hefur nú þegar gengið frá ráðningu 35 nýrra flugmanna til félagsins fyrir næstu sumarvertíð 2017. Þetta kemur fram í nýútgefnu fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA).

Gert er ráð fyrir að ráðningarferlið muni standa yfir þar til um áramótin. Enn er þó óvíst hversu margir verða ráðnir í heildina.

Flugfélagið hefur unnið að því að meta þörfina fyrir mannafla upp á nýtt. Síðasta vetur voru ráðnir inn 62 nýir flugmenn. Á vef Mbl.is, kemur fram að nú starfi 441 flugmaður hjá Icelandair, en reiknað er með að flugmenn hjá Icelandair verði 379 í vetur.

Stikkorð: Icelandair Flugmenn ráðnir