Gengi bréf Icelandair hafa fallið um 1,1% í 1.523 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. Gengi í bréfum Icelandair féll einnig um 4% í gær í tveggja milljarða króna viðskiptum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mátti rekja lækkanir gærdagsins að miklu leyti til þess að bandarísk stjórnvöld vöruðu í gærkvöldi þegna sína við hryðjuverkahættu á ferðalögum erlendis og hvöttu bandaríska ríkisborgara til að vera varkárir á ferðalögum sínum. Ferðaviðvörunin nær til 24. febrúar næstkomandi. Gengi í fjölda annarra flugfélaga féll einnig í kjölfar fréttanna.

Gengi American Airlines féll um 4,2% í gær en bréf í félaginu hafa lækkað um 2,53% það sem af er degi í dag. Gengi bréfa í Delta Air lines lækkuðu um 3,87% í gær en þau hafa lækkað um 3,1% í dag.