Eins og greint var frá fyrr í dag hefur verið gengið frá sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier auk þess sem Arctic kaupir hlut í fjórum ferðaþjónustufyrirtækjum til viðbótar af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund (ITF).

Sjá einnig: Arctic Adventures og ITG sameinast

Kaupverð félaganna verður greitt með hlutum í Arctic Adventures og mun ITF verða stór hluthafi í sameinuðu félagi en eignirnar sem um ræðir voru metnar á um 2 milljarða króna í ársreikningi ITF fyrir síðasta ár.

Með sameiningunni verður Icelandair Group því hluthafi í einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en samanlögð velta félaganna tveggja mun nema um 7 milljörðum króna á þessu ári en Arctic Adventures var fyrir stærsta fyrirtæki landsins í afþreyingartengdri ferðaþjónustu.

Sjá einnig: Afkoma Arctic Adventures tvöfaldaðist

Icelandair er stærsti hluthafi ITF með 29,13% hlut. Næststærsti hluthafin er svo Landsbankinn með 19,9% hlut. Þar á eftir kemur Lífeyrissjóður verslunarmanna með 14,56% hlut auk þess sem LSR og Gildi lífeyrissjóður eiga hvor um sig 9,71% hlut í ITF. Minni eigendur sjóðsins eru svo allt lífeyrissjóðir.