Icelandair Hotels hafa fest kaup á húsnæði og rekstri Hótels Reynihlíðar, sem staðsett er við Mývatn. Þetta staðfestir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels í samtali við Morgunblaðið .

Seljendur eru Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri og Erna Þórarinsdóttir. Hótel Reynihlíð hóf rekstur fyrir 76 árum, árið 1942. Magnea Þórey hjá Icelandair Hotels segir að þau ætli að leggja áherslu á gæði og segir að kaupin séu liður í að styrkja uppbyggingu gæðaferðaþjónustu á landsbyggðinni.