*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 13. október 2014 09:43

Icelandair Hotels mun opna nýtt lúxushótel

Nýtt hótel Icelandair verður staðsett að Hafnarstræti 17-19 en fasteignin verður endurbyggð frá grunni.

Ritstjórn
Hótelbygging Icelandair Hotels á Akureyri.

Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, mun opna nýtt lúxushótel í miðbæ Reykjavíkur í ársbyrjun 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hótelið verður staðsett að Hafnarstræti 17-19 og verður fasteignin endurbyggð frá grunni. Gert er ráð fyrir 70 herbergjum á hótelinu. Segir í tilkynningunni að áformin séu í takti við stefnu félagsins um að sækja markvisst betur borgandi farþega til landsins og leitast þannig við að auka arðsemi félagsins og ferðaþjónustunnar almennt.

Verkefnið verður unnið í samvinnu við Suðurhús, sem er eigandi fasteignarinnar og mun stýra framkvæmdunum. Icelandair Hotels mun leigja fasteignina til tuttugu ára.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is