Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um 12,5% í fyrstu viðskiptum dagsins, úr 1,8 krónum á hlut í 1,58 krónur á hlut í 185 milljóna króna viðskiptum. Síðdegis í gær var greint frá því að allar líkur yrði á að ekki yrði af bólusetningartilraun Pfizer hér á landi þar sem ná ætti hjarðónæmi.

Mikil viðskipti höfðu verið með bréf Icelandair síðustu daga en hávær orðrómur hafði verið um að af rannsókn Pfizer yrði.

Flest önnur hlutabréf hafa einnig fallið í verði, Reginn næst mest eða um ríflega 3%. Þó hafa bréf Kviku og Marel hækkað lítillega í morgun.