Icelandair og bandaríska flugfélagið Alaska Airlines tilkynntu í dag að félögin hafi samið sín á milli um marháttað samstarf sem einkum snýt að samkenndum flugum og samstarfi vildarklubba. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Icelandair hefur sent fré sér.

Alaka Airlines hefur höfuðstöðvar sínar og aðal tengistöð í Seattle þar sem það er stærsta flugfélagið og flýgur til yfir 90 áfangastaða, einkum í vesturhluta Bandaríkjanna en einnig til Kanada og Mexíkó.

Í fréttatilkynningunni segir að samningurinn feli í sér að flug Alaska Airlines frá Seattle til fjölmargra borga verða samkennd báðum félögunum. Í framhaldinu býðst viðskiptavinum Icelandair flug um Seattle á flugnúmerum Icelandair, m.a. til Los Angeles, San Francisco og Las Vegas og geta jafnframt aflað og nýtt vildarpunkta til þessa flugs. Á sama hátt geta viðskiptavinir Alaska Airlines nýtt sér flug Icelandair milli Seattle og Íslands og áfram til Evrópulanda. Samstarf vildarklúbba félaganna hefst í haust.

"Þessi samningur gefur okkur tilfæri til þess að bjóða viðskiptavinum nýja og aukna þjónustu og styrkir okkar markaðssetningu alþjóðlega. Alaska Airlines rekur stórt leiðakerfi út frá Seattle og góðar tengingar fyrir þá farþega okkar til Seattle sem ætla lengra. Það skiptir líka miklu máli fyrir vildarfarþega okkar, sem nú eru um 330 þúsund, að geta aflað aukinna vildarpunkta á þessum löngu flugleiðum og að geta nýtt punkta sína alla leið. Það styrkir sömuleiðis Icelandair og ferðaþjónustuna á Íslandi að 3,3 milljónir félaga í vildarklúbbi Alaska Airlines fái aukinn áhuga á flugi til Íslands og Evrópu með Icelandair", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair í fréttatilkynningunni.