Icelandair Group hefur látið gera hagkvæmnisathugun við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og liggur þegar fyrir frumhönnun slíkrar stöðvar hvað varðar útlit og ýmsa aðra þætti, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Var slík athugun gerð í tíð fyrri eigenda en einnig munu þeir eigendur sem tóku við rekstrinum á sl. ári hafa látið gera nýja útreikninga á byggingakostnaði og hagkvæmni slíkrar stöðvar.

Herma heimildir blaðsins að áætlaður kostnaður við flugstöðina nemi 15-20 milljörðum króna og er þá m.a. meðtaldar landgöngubrýr, bílastæði og aðrir þjónustuþættir.

Nánar er fjallað um málið á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .