Skeljungur og Icelandair hafa undirritað samning sín á milli um kaup flugfélagsins á flugvélaeldsneyti af Skeljungi. Gildir samningurinn í eitt ár en hann tekur gildi 1. janúar næstkomandi.

„Skeljungur og Icelandair hafa átt gott samstarf á árinu 2016 og því er það okkur mikil ánægja að Icelandair hafi valið að halda því samstarfi áfram“,  segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs um samstarfið í fréttatilkynningu um málið.

Á komandi ár er gert ráð fyrir verulegri fjölgun farþega til og frá Keflavíkurflugvelli sem mun væntanlega auka eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti.