Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,2% í 2,5 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu 1,2% í 714 milljóna króna viðskiptum. Gengi Arion hefur nú hækkað um 6,8% frá því að hlutafjárútboð Íslandsbanka hófst á mánudaginn síðasta.

Icelandair lækkaði um 2,8% í 68 milljóna króna veltu í dag. Gengi Icelandair hefur nú lækkað um 12,7% á einum mánuði og stendur í 1,4 krónum á hlut. Flugfélagið Play tilkynnti í morgun um að hlutafjárútboð félagsins fyrir skráningu á First North markaðinn yrði haldið í lok næstu viku.

Sjá einnig: Selja 4 milljarða hluta í Play

Á First North markaðnum var eina veltan með hlutabréf fasteignaþróunarfélagsins Kaldalón sem hækkaði um 5,6%. Félagið tilkynnti í gærkvöldi um kaup á félaginu Hvanni sem á Storm hótel .