Heildarvelta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar nam 1,3 milljarði króna í dag. Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group en félagið lækkaði um 1,46% í um 551 milljóna króna veltu. Það eru 43% af heildarveltu með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Líklegt þykir að fregnir af hryðjuverkaárás í Belgíu í morgun hafi haft áhrif á gengi bréfanna í dag en gengi flugfélaga víða um heim fór lækkandi í dag.

Mest hækkaði gengi bréfa Regins eða um 2,56% og þar á eftir Sjóvá um 1,65% og TM um 1,41%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,47% í dag og stendur lokagildi hennar í 1.872,19.

Heildarvelta með skuldabréf námu rúmum tíu milljörðum króna. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 9,7 ma. viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 0,8 ma. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 9 ma. viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,2% í dag í 0,2 ma. viðskiptum.