*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 15. maí 2017 16:33

Icelandair lækkaði mest

Icelandair Group lækkaði um 3,15% í tæplega 252 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Heildarvelta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands nam rétt rúmum 4 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf tæplega 1,9 milljarðar og viðskipti með skuldabréf 2,1 milljarðar.

Einu félögin sem lækkuðu voru Sjóvá og Icelandair. Sjóvá lækkaði um aðeins 0,13% í 1,5 milljón króna viðskiptum.

Icelandair Group lækkaði aftur á móti um 3,15% í tæplega 252 milljón króna viðskiptum.

Mest hækkun var á gengi bréfa í N1 hf. en hækkunin nam 1,29% í 400 milljón króna viðskiptum.

Eimskipafélagtafélag Íslands hf. hækkaði svo um 1,13% í 186 milljón króna viðskiptum.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Markaðir Nasdaq
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is