Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,10% í dag. Hún stendur því nú í 1.703,92 stigum og hefur lækkað um 0,39% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 13,3 milljörðum króna. Þar af nam heildarvelta á hlutabréfamarkaði 2,3 milljörðum og heildarvelta á skuldabréfamarkaði tæpum 11 milljörðum.

Mest hækkaði gengi hlutabréfa Össurar eða um  tæp 4 prósent en þó í tiltölulega litlum viðskiptum eða 59 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa Eimskipafélags Íslands um 1,46% í 203,6 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 1,03% í 127,5 milljón króna viðskiptum dagsins. Mest velta var með bréf Haga en gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,11%.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 12,9 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 10,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 9,4 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í dag í 0,1 milljarða viðskiptum.