*

sunnudagur, 8. desember 2019
Innlent 13. ágúst 2019 17:02

Icelandair lækkaði um 3%

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 3% í 142 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 3% í 142 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfanna nú í 7,95 krónum á hlut. Þá lækkuðu Heimavellir um 3,25% í 807 þúsund króna viðskiptum. 

Verð á hlutabréfum í Arion hækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 2,35% í 224 milljóna króna viðskiptum. Skeljungur hækkaði næstmest í viðskiptum dagsins eða um 1,24% í 337 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 0,45% en heildarvelta á markaði nam 1,8 milljörðum króna.