*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 5. ágúst 2020 16:20

Icelandair lækkaði um 3,23%

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,23% í 2 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,23% í 2 milljóna króna viðskiptum. Þrjú önnur félög lækkuðu í viðskiptum dagsins og voru það Reitir, Marel og Eimskip. 

Reitir lækkuðu næst mest eða um 1,35% í 11 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Marel um 0,56% í 14 milljóna króna viðskiptum og Eimskip um 0,36% í 261 þúsund króna viðskiptum.

Sjá einnig: Faraldurinn litar afkomu Reita

Verð á hlutabréfum í Festi hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 2,21% í 199 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkun var hjá Arion og nam hún 1,8% í 82 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,18% en veltan á hlutabréfamarkaði í dag nam 813,3 milljónum króna.